Nýtt símanúmer og heimilsfang hjá Beinvernd
Laugardagur, 26 janúar 2008
Skrifstofa Beinverndar hefur verið flutt að Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Nýrri skrifstofu fylgir nýtt símanúmer 533-3119 en gsm númerið er áfram 897-3119.
- Published in Fréttir
No Comments
Enn bætast ný beinverndarfélög í hópinn
Laugardagur, 26 janúar 2008
Þrjú ný beinverndarfélög hafa fengið samþykkta aðild að alþjóða beinverndarsamtökunum IOF. Félögin í nefnd beinverndarfélaga innan samtakanna eru því orðin 191 í 91 landi. Þessi þrjú nýju aðildarfélög eru frá Spáni, Singapore og Þýskalandi: – Spanish society of osteoporotic fractures (Sociedad Espanola de fracturas osteoporoticas) – Endocrine and metabolic society of Singapore – Umbrella organization
- Published in Fréttir
Vestmannaeyingar hugsa um heilsu beina sinna
Laugardagur, 26 janúar 2008
Beinheilsuátak í Vestmannaeyjum í síðustu viku. 47 konur létu mæla í sér beinþéttnina hjá hjúkrunarfræðingum Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja í síðustu viku og fengu góða fræðslu um beinþynningu og forvarnir gegn henni. Félagið Beinvernd lagði til beinþéttnimæli, svokallaðan hælmæli, sem er ómskoðunartæki og gefur góða vísbendingu um heilsu beinanna. Beinvernd fagnar heilsuátaki sem þessu.
- Published in Fréttir
Heimsókn í Hólabrekkuskóla
Laugardagur, 26 janúar 2008
Starfsfólk Hólabrekkuskóla í Reyjavík var með heilsuviku eða heilsuvakningu síðastliðna viku og bauð starfsmanni Beinverndar í heimsókn mánudaginn 17. nóvember til að fræðast um beinþynningu og helstu forvarnir gegn henni. Fjörlegar umræður sköpuðust og var fólk almennt mjög áhugasamt. Fræðsluefni, s.s. fréttabréf og bæklingar frá Beinvernd var dreift til þeirra er vildu.
- Published in Fréttir
Óstöðugt stjórnmálaástand í Bangkok
Laugardagur, 26 janúar 2008
Alþjóðlegt beinaþing IOF sem áætlað er að halda í Bangkok á Tælandi 3.-7. desember n.k. er í uppnámi vegna óstöðugs stjórnmálaástands í landinu. Stjórn Beinverndar er ekki kunnugt um ferðir Íslendinga á þingið en viðvörun frá IOF er að finna hér. Ekki er búið að slá þingið af en IOF mun gefa út endanlega ákvörðun
- Published in Fréttir