Ný félög fá aðild að IOF alþjóða beinverndarsamtökunum
Þriðjudagur, 15 janúar 2008
Þrjú ný félög hafa verið samþykkt í alþjóða beinverndarsamtökin IOF og eru þau boðin velkomin til starfa. Félögin eru: Cyprus Society for Osteoporosis, The Korean Society of Bone Metabolism, Iraqi Osteoporosis Prevention Society (IOPS). Aðildarfélögin eru nú orðin 186 að tölu og starfa í 90 löndum.
- Published in Fréttir
No Comments
Hreyfum okkur í sumar! Notum armana vel þegar við göngum.
Þriðjudagur, 15 janúar 2008
Fæturnir hreyfast aðeins eins hratt og armarnir. Hvernig þú sveiflar örmum ákvarðar hversu hratt þú gengur. Slakaðu vel á herðum; láttu armana sveiflast með síðunum frá axlarlið. Auktu síðan ákefðina, beygðu arma um olnboga 90°og haltu höndum aflöppuðum þannig að lófar visa að líkamanum. Sveiflaðu alltaf gagnstæðum armi á móti fætinum sem stígur fram (hægri
- Published in Fréttir
Heimsókn í Öskjuhlíðarskóla
Þriðjudagur, 15 janúar 2008
Beinvernd heimsótti starfsfólk Öskjuhlíðarskóla nú á vordögum í heilsuviku þeirra. Rúmlega 40 starfsmenn létu mæla í sér beinþéttinina. Starfsmaður Beinverndar dreifði fræðsluefni og ræddi við starfmenn um mikilvægi hreyfingar, D-vítamíns og kalks fyrir beinin. Skólahjúkrunarfræðingur skólans mældi blóðþrýsting og blóðsykur hjá þeim sem það vildu og þessa viku gættu starfsmenn sérstaklega vel að mataræði sínu.
- Published in Fréttir
Hreyfum okkur í sumar! Skreflengd
Þriðjudagur, 15 janúar 2008
Að finna réttu skreflengdina gerir gönguna árangursríkari. Lengd fótleggja og liðleiki ákvarðar skreflengdina. Ef fætur eru mislangir getur skreflengdin verið ójöfn (gott að fara í göngugreiningu). Ef skrefin eru óþarflega löng getur það valdið álagi. Jöfn skreflengd er æskilegust. Hér koma nokkur ráð til hafa í huga varðandi skreflengdina: Byrjið á að finna réttstöðu (sjá
- Published in Fréttir
Nýtt tölublað af Progress in Osteoporosis er komið út
Miðvikudagur, 26 september 2007
Nýtt tölublað er komið út af tímaritinu Progress in Osteoporosis sem alþjóðabeinverndarsamtökin IOF gefa út. Hægt er að sækja um frían netaðgang að tímaritinu. Að þessu sinni er blaðið helgað minningu prófessors Pierre Delmas, stofnanda og fyrsta forseta samtakanna, sem lést langt fyrir aldur fram nú síðla sumars.
- Published in Fréttir