Bolvíkingum er annt um heilsu sína
Miðvikudagur, 26 september 2007
Heilsubærinn Bolungarvík stóð fyrir Heilsutorgi á dögunum. Þar var m.a.boðið uppá mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykursmælingu og mælingu á beinþynningu með tæki frá Beinvernd þar sem tugir manna nýttu sér tækni þessa en með hljóðbylgjum er tækinu gert kleift að greina hvort beinþynning hefur átt sér stað ásamt því að greina beinmassa. Bæklingum var dreift með
- Published in Fréttir
No Comments
Alþjóðabeinverndarsamtökin IOF hljóta alþjóðleg verðlaun
Miðvikudagur, 26 september 2007
Alþjóðabeinverndarsamtökin IOF hlutu CIPR Excellence Award fyrir Bone Appétit – beinlínis hollt herferðina sem hrundið var af stað vegna alþjóðlega beinverndardagsins 2006. Öllum aðildarfélögum IOF er þakkað fyrir sitt framlag. Beinvernd lagði sitt af mörkum til herferðarinnar, kom m.a. á samvinnu IOF og Latabæjar og íþróttaálfurinn Sportacus kom fram í sjónvarpsauglýsingum í mörgum aðildarfélögum á
- Published in Fréttir
Beinþynning meðal efnis á læknadögum
Miðvikudagur, 26 september 2007
Læknadagar 2007 verða haldnir dagana 15. – 19. janúar. Miðvikudaginn 17. janúar verður kastljósinu beint að samfallsbrotum meðal aldraðra undir yfirskiftinni: Hvernig fyrirbyggjum við og meðhöndum byltur og samfallsbrot? Fundarstjórar Arnór Víkingsson og Björn Guðbjörnsson. Um þriðjungur aldraðra dettur á hverju ári og þessar byltur leiða til beinbrota í um 5% tilvika. Lífsgæði og lífslíkur
- Published in Fréttir
Ráðststefnan GLUCOCORTICOID INDUCED OSTEOPOROSIS – 2007
Miðvikudagur, 26 september 2007
Tveir félagsmenn Beinverndar sóttu nýlega aðlþjóðlega fagráðstefnu þar sem þeir kynntu m.a. tvö íslensk rannsóknarverkefni. Ráðstefnan fjallaði eingöngu um áhrif sykurstera á beinabúskap, en alþekkt er að sykursterar sem notaðir er gegn hinum ýmsu bólgusjúkdómum geta valdið ótímabærri beinþynningu. 0.7% fullorðinna Íslendinga nota reglulega sykurstera (Decortin®). Ráðstefna þessi er fimmta alþjóðlega fagráðstefnan um steraorsakaða beinþynningu:
- Published in Fréttir
Vísinda- og minningarsjóður Beinverndar
Miðvikudagur, 26 september 2007
Hægt er að panta minningarkort Vísinda- og minningarsjóðs Beinverndar á vefnum. Með því að smella hér kemur upp umsóknarform sem fylla þarf út og senda til Beinverndar sem sér um að senda minningarkortin til réttra aðila. Hægt er að sjá hvernig minningarkortin líta út.
- Published in Fréttir