Yfirskrift alþjóðlega beinverndar-dagsins var KARLAR OG BEINÞYNNING
Þriðjudagur, 26 september 2006
Yfirskrift alþjóðlega beinverndar-dagsins í ár var KARLAR OG BEINÞYNNING Lengi hefur verið vitað að knattspyrnumenn eru góðar fyrirmyndir þegar kemur að beinheilsu. Þeir eru með sterk bein. Karlar á öllum aldri geta skipað sér í landslið gegn beinþynningu. Á yngri árum byggja þeir upp beinmassann en alla ævi þurfa þeir hæfilega áreynslu, auk kalkríkrar fæðu
- Published in Fréttir
No Comments
Nýr bæklingur um karla og beinþynningu
Þriðjudagur, 26 september 2006
Í tilefni af alþjóðlegum beinverndardegi hefur Beinvernd gefið út nýjan bækling um karla og beinþynningu. Þeir sem áhuga hafa á að fá bæklinginn geta haft samband við Beinvernd.
- Published in Fréttir
Þriðja fréttabréf Beinverndar
Þriðjudagur, 26 september 2006
Þriðja fréttabréf Beinverndar er komið út. Að þessu sinni er efni blaðsins tengt yfirskrift beinverndardagsins KARLAR OG BEINÞYNNING.
- Published in Fréttir
Alþjóðlegi beinverndardagur
Þriðjudagur, 26 september 2006
Októbermánuður er jafnan annasamur hjá Beinvernd og margt á döfinni, þar ber hæst hinn alþjóðlegi beinverndardagur sem er 20 október ár hvert. Að þessu sinni er yfirskrift dagsins KARLAR OG BEINÞYNNING. Beinverndarátakið í tilefni beinverndardagsins hófst með því að leikmönnum íslenska knattspyrnulandsliðsins var boðið í beinþéttnimælingar hjá Beinvernd í undirbúningi sínum fyrir landsleikinn gegn Svíum.
- Published in Fréttir
Heilsu og hvatningardagar
Þriðjudagur, 26 september 2006
Heilsu og hvatningardagar – UPP ÚR SÓFANUM!voru haldnir í Vetrargarðinum í Smáralind 16.-17. október n.k. Beinvernd, ásamt fleiri félögum, er samstarfsaðilið ÍSÍ- Ísland á iði. Fjölmargir lögðu leið sína í Smáralindina og fræddust og marga þætti er stuðlað geta að bættri heilsu.
- Published in Fréttir