• Forsíða
  • Beinvernd
    • Um félagið
    • Persónuvernd
    • Saga / Markmið
    • Stjórn
    • Samstarfsaðilar
    • Minningarkort
    • Aðildarumsókn
  • Beinþynning
    • Greining
    • Meðferð
      • Meðferðarúrræði
      • Bífósfónöt
      • Helstu lyf
      • Estrógen
    • Áhættuþættir
    • Forvarnir
  • Fróðleikur
    • Fréttabréf / Útgáfa
    • Gagnabanki
    • Greinar og pistlar
    • Kalk og D-vítamín
    • Tenglar
    • Gott í gogginn
  • Áhættupróf
  • Beinráður
  • English
 09/05/2025

D-vítamín

by Beinvernd / Föstudagur, 08 júlí 2016 / Published in Greinar / Pistlar
Próf. Gunnar Sigurðsson

Próf. Gunnar Sigurðsson

D-vítamín stjórnar frásogi í görnum á kalki og fosfati úr fæðu. Án D-vítamíns frásogast einungis um það bil 10% af kalkmagninu í fæðunni. Hversu mikið við þurfum að neyta af kalki í fæðu er því verulega háð því hversu góður D-vítamínbúskapur líkamans er (1).

D-vítamín myndast í húð fyrir áhrif sólarljóss (útfjólublátt ljós). Sú myndun er hins vegar mjög háð árstíðum og í skammdeginu á Íslandi má búast við að mjög lítil D-vítamínmyndun eigi sér stað í húðinni, alla vega frá byrjun nóvember og fram í mars. Á þeim tíma verður líkaminn að treysta á D-vítamínbirgðir í fituvef líkamans frá síðasta sumri. Þær birgðir nægja þó fæstum á Íslandi til að halda uppi eðlilegu D-vítamínmagni í líkamanum yfir háveturinn samkvæmt íslenskum rannsóknum (2). Yfir háveturinn og reyndar meginhluta ársins verðum við því að treysta á það D-vítamín sem við fáum úr fæðu. Notkun sólarbekkja er alls ekki mælt með vegna hættu á myndun sortuæxlis. Það eru hins vegar einungis fáar fæðutegundir sem innihalda eitthvað magn af D-vítamíni, helst feitur fiskur og eggjarauða. Á hinn bóginn er verulegt magn af D-vítamíni í íslensku þorska- og ufsalýsi þannig að þeir sem taka lýsi eða fjölvítamín með D-vítamíni (400-800 einingar á dag) eru því með nægilegt D-vítamín allt árið. Athuga ber þó að hákarlalýsi er snautt af D-vítamíni og Omega 3 inniheldur ekki D-vítamín.

Íslensk rannsókn hefur sýnt að að minnsta kosti þriðjungur fullorðinna nær ekki æskilegum mörkum af D-vítamíni yfir veturinn og 10-15% eru með mjög lágt D-vítamíngildi í blóði, sumir þeirra reyndar meginhluta ársins. Við getum ekki fullyrt að þetta komi niður á þeirra beinum en margt bendir til að langvarandi ónógt D-vítamín leiði til taps á beini og gæti því leitt til þess ástands sem við köllum beinþynning. Algjör skortur á D-vítamíni (sjaldgæft en fyrirfinnst þó á Íslandi) leiðir hins vegar til alvarlegs beinsjúkdóms, beinkröm í börnum og beinmeyra í fullorðnum.

Rannsóknir frá síðustu árum benda hins vegar til mun víðtækari áhrifa D-vítamíns í líkamanum en einungis það að stjórna kalk- og beinabúskap. Þannig virðist ónógt D-vítamín leiða til minni vöðvakrafts og hugsanlega auka byltur aldraðra. Einnig benda ýmsar rannsóknir til að D-vítamín hafi áhrif á ónæmiskerfið og skortur á því geti leitt til aukinnar áhættu á vissum tegundum krabbameins. Þetta þarfnast þó frekari rannsókna (3).

Í heild tekið má því segja að flest bendi til að góður D-vítamínbúskapur bæði í börnum og fullorðnum skipti verulegu máli í sambandi við heilbrigð bein og heilsuna almennt. Sýnilegt er að ekki er unnt að tryggja góðan D-vítamínbúskap yfir veturinn nema með inntöku á D-vítamíni í formi lýsis eða í fæðu. Margar þjóðir hafa í auknum mæli mætt þessari vitneskju með því að stuðla að því að bætt verði D-vítamíni í vissar fæðutegundir. Hér á landi eru einungis fáar fæðutegundir með íbættu D-vítamíni og fáeinar innfluttar fæðutegundir. Til þess að þessi viðbót hafi einhver áhrif þarf það að vera í talsverðu magni í fæðutegundum sem fólk neytir daglega svo sem í flestum mjólkurafurðum. Magn viðbætts D-vítamíns þyrfti væntanlega að vera að minnsta kosti 5 µg (200 einingar) per lítra af mjólk (líklegra þó 10 µg eða 400 einingar) (4). Slíkt magn er þó ólíklegt að tryggi að allir nái æskilegu magni af D-vítamíni yfir veturinn en ætti þó að koma í veg fyrir verulegan D-vítamínskort hjá flestum, einkum börnum og unglingum sem margir hverjir taka ekki lýsi. Eftir sem áður væri þó full þörf fyrir daglega neyslu á lýsi eða D-vítamíni í töflum yfir meginhluta ársins. D-vítamíneitrun (meir en 4000 einingar á dag) af völdum slíkrar viðbætingar í matvæli ætti hins vegar að vera nánast óhugsandi sé virkt gæðaeftirlit í gangi.

Heimildir:

  1. Steingrimsdottir L, Gunnarsson O, Indridason OS, Franzson L, Sigurdsson
    Relationship between serum parathyroid hormone levels, vitamin D sufficiency, and calcium intake. JAMA 2005; 294: 2336-41.
  2. Örvar Gunnarsson, Ólafur Skúli Indriðason, Leifur Franzson, Edda Halldórsdóttir, Gunnar Sigurðsson. D-vítamínbúskapur fullorðinna Íslendina. Læknablaðið 2004;90(1):29-36.
  3. Holic MF. Vitamin D deficiency. N Engl J Med. 2007:357(3):266-81.  4. Välmäki W, Löyttyniemi E, Välimäki MJ. Vitamin D forfification of milk products does not resolve hypovitaminosis D in youn Finnish men. Eur J Clin Nutr  2007:61(4):493-7.

 

Beinvernd

Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík. Stjórn Beinverndar skipa átta manns auk tveggja varamanna. Stofnandi Beinverndar er Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, formaður er Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir og verndari félagsins er Ingibjörg Pálmadóttir fv. heilbrigðisráðherra

Fróðleikur

Útgáfa
Greinar / Pistlar Tenglar
Gott í gogginn

Hafðu samband

Netfang: [email protected]
Heimilisfang: Háholt 14
270 Mosfellsbær
Ísland

Beinvernd. Öll réttindi áskilin.

TOP

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Ég samþykki Ég synja
Friðhelgisstillingar
Friðhelgisstillingar

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Nauðsynlegar vafrakökur Tölfræðilegar vafrakökur Þjónustuborð Persónuvernd Vafrakökustefna
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á beinvernd.net
  • CookieConsent

Þessar vafrakökur safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun á vefnum.

Google Analytics
Við söfnum nafnlausum upplýsingum um notkun til að bæta heimasíðuna og þjónustuna.
  • _ga
  • _gid
  • _gat

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur