Læknadagar standa nú yfir og eru að þessu sinni haldnir í Hörpu. Miðvikudaginn 18. janúar var fjallað um D-vítamín í fullum sal Hörpunnar, Kaldalóni undir yfirskriftinni D-vítamín, bætir, hressir og kætir.
Haldin voru 6 erindi og á meðal þeirra vor erindi prófessors Gunnars Sigurðssonar, D-vítamín og beinin og Dr. Laufeyjar Steingrímsdóttur, Nýjar ráðleggingar um D-vítamín – hversu mikið, hvers vegna og fyrir hverja?
Var mikill áhugi á þessum málaflokki í yfirfullum salunum. Á eftir voru kraftmiklar og líflegar umræður á eftir.