Hópur sérfræðinga um næringu innan alþjóða beinverndarsamtakanna IOF hefur safnaði saman upplýsingum um orsakir og umfang lágs D-vítamíns í sex heimsálfum: Asíu, Evrópu, Suður-Ameríku, Miðausturlöndum og Afríku, Norður- Ameríku og Eyjaálfu. Sjá hérEvrópuskýrsluna.
D-vítamín er að mestu framleitt í húðinni vegna skins útfjólublárra geisla frá sólu auk þess sem hægt er að fá það úr ákveðnum matvælum en í minni mæli. D-vítamín er mikilvægt vegna áhrifa sinna á kalkmagn í viðhaldi líffærakerfa og fyrir eðlilega beinmyndun og vöxt. Sé D-vítamín styrkur í blóði of lágur getur það valdið aukinni hættu á beinþynningu og mjaðmarbrotum og í alvarlegum tilfellum getur það leitt til þess að börn fái beinkröm, þar sem beinin verða meyr og hætta er á að þau brotni og aflagist.
Þrátt fyrir að ekki séu allir sammála um hver æskilegasti styrkur á D-vítamíni er, kemur fram í skýrslunni að án tillits til þess hvor hann er skilgreindur 50nmol/L eða 75nmol/L þá er staðreyndin sú að það er D-vítamín skortur hjá stórum hluta fólks um allan heim.
Helstu þættir sem valdið geta D-vítamínskorti eru: hár aldur, kvenkyn, hærri breiddar gráður (norður hvel) vetrarmánuðir, dökk húð, of lítil útivera þar sem sólin fær að skína á líkamann, matarvenjur, og vöntun á að bæta D-vítmíni á algenga matvöru. Aðrir þættir eru m.a. að fleiri og fleiri búa nú í borgum þar sem fólk er minna utan dyra. Menningarlegir þættir til að forðast sólina s.s. klæðnaður sem hylur alla húðina er einnig vandamál og ein helsta ástæða þess hve D-vítamínskortur er alvarlegur og algengur í Miðausturlöndum og Suður Asíu, sérstaklega þegar aðrir þættir eru einnig til staðar.
Þessar niðurstöður benda til þess að forvarnarúrræði sem draga eiga úr D-vítamínskorti verða að spretta upp úr aðstæðum í hverju landi fyrir sig og vera sértækar. Mikilvægt er að fram komi leiðbeiningar um örugga en takmarkað geislun frá sólu og hvaða matvæli innihalda D-vítamín. Hér á landi felst forvörnin í því að taka lýsi á hverju degi.
-
A. Mithal, D.A. Wahl, J-P. Bonjour et al. on behalf of the IOF Committee of Scientific Advisors (CSA) Nutrition Working Group. Global vitamin D status and determinants of hypovitaminosis D (2009) Osteoporosis International, in press.
Sjá upplýsingar um sérfræðihópinn sem vann þessar upplýsingar hér.