• Forsíða
  • Beinvernd
    • Um félagið
    • Persónuvernd
    • Saga / Markmið
    • Stjórn
    • Samstarfsaðilar
    • Minningarkort
    • Aðildarumsókn
  • Beinþynning
    • Greining
    • Meðferð
      • Meðferðarúrræði
      • Bífósfónöt
      • Helstu lyf
      • Estrógen
    • Áhættuþættir
    • Forvarnir
  • Fróðleikur
    • Fréttabréf / Útgáfa
    • Gagnabanki
    • Greinar og pistlar
    • Kalk og D-vítamín
    • Tenglar
    • Gott í gogginn
  • Áhættupróf
  • Beinráður
  • English
 11/05/2025

D-vítamín skortur er útbreiddur og fer vaxandi

by tfadmin / Þriðjudagur, 06 janúar 2009 / Published in Fréttir

Hópur sérfræðinga um næringu innan alþjóða beinverndarsamtakanna  IOF hefur safnaði saman upplýsingum um orsakir og umfang lágs D-vítamíns í sex heimsálfum: Asíu, Evrópu, Suður-Ameríku, Miðausturlöndum og Afríku, Norður- Ameríku og Eyjaálfu. Sjá hérEvrópuskýrsluna.

D-vítamín er að mestu framleitt í húðinni vegna skins útfjólublárra geisla frá sólu auk þess sem hægt er að fá það úr ákveðnum matvælum en í minni mæli.  D-vítamín er mikilvægt vegna áhrifa sinna á kalkmagn í viðhaldi líffærakerfa og fyrir eðlilega beinmyndun og vöxt. Sé D-vítamín styrkur í blóði of lágur getur það valdið aukinni hættu á beinþynningu og mjaðmarbrotum og í alvarlegum tilfellum getur það leitt til þess að börn fái beinkröm, þar sem beinin verða meyr og hætta er á að þau brotni og aflagist.

Þrátt fyrir að ekki séu allir sammála um hver æskilegasti styrkur á D-vítamíni er,  kemur fram í skýrslunni að án tillits til þess hvor hann er skilgreindur  50nmol/L eða 75nmol/L  þá er staðreyndin sú að það er D-vítamín skortur hjá stórum hluta fólks um allan heim.

Helstu þættir sem valdið geta D-vítamínskorti eru: hár aldur, kvenkyn, hærri breiddar gráður (norður hvel) vetrarmánuðir, dökk húð, of lítil útivera þar sem sólin fær að skína á líkamann, matarvenjur, og vöntun á að bæta D-vítmíni á algenga matvöru. Aðrir þættir eru m.a. að fleiri og fleiri búa nú í borgum þar sem fólk er minna utan dyra. Menningarlegir þættir til að forðast sólina s.s. klæðnaður sem hylur alla húðina er einnig vandamál og ein helsta ástæða  þess hve D-vítamínskortur er alvarlegur og algengur í Miðausturlöndum og Suður Asíu, sérstaklega þegar aðrir þættir eru einnig til staðar.

Þessar niðurstöður benda til þess að forvarnarúrræði sem draga eiga úr D-vítamínskorti verða að spretta upp úr aðstæðum í hverju landi fyrir sig og vera sértækar. Mikilvægt er að fram komi leiðbeiningar um örugga en takmarkað geislun frá sólu og hvaða matvæli innihalda D-vítamín. Hér á landi felst forvörnin í því að taka lýsi á hverju degi.

  1. A. Mithal, D.A. Wahl, J-P. Bonjour et al. on behalf of the IOF Committee of Scientific Advisors (CSA) Nutrition Working Group. Global vitamin D status and determinants of hypovitaminosis D (2009) Osteoporosis International, in press.

    Sjá upplýsingar um sérfræðihópinn sem vann þessar upplýsingar hér.

Beinvernd

Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík. Stjórn Beinverndar skipa átta manns auk tveggja varamanna. Stofnandi Beinverndar er Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, formaður er Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir og verndari félagsins er Ingibjörg Pálmadóttir fv. heilbrigðisráðherra

Fróðleikur

Útgáfa
Greinar / Pistlar Tenglar
Gott í gogginn

Hafðu samband

Netfang: [email protected]
Heimilisfang: Háholt 14
270 Mosfellsbær
Ísland

Beinvernd. Öll réttindi áskilin.

TOP

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Ég samþykki Ég synja
Friðhelgisstillingar
Friðhelgisstillingar

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Nauðsynlegar vafrakökur Tölfræðilegar vafrakökur Þjónustuborð Persónuvernd Vafrakökustefna
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á beinvernd.net
  • CookieConsent

Þessar vafrakökur safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun á vefnum.

Google Analytics
Við söfnum nafnlausum upplýsingum um notkun til að bæta heimasíðuna og þjónustuna.
  • _ga
  • _gid
  • _gat

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur