Fram kemur í fréttamiðlum í dag að á næstu dögum mun Mjólkursamsalan marðssetja D-vítamínbætta léttmjólk. Þetta er gert samkvæmt ráðleggingum landlæknisembættisins og rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala. D-vítamínneysla er talsvert undir undir ráðleggingum. Í nýlegri rannsókn á mataræði 15 ára unglinga á vegum rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala kemur í ljós að innan við 5% stúlkna ná ráðlögðum dagskammti af D-vítamíni og innan við 10% drengja. Þegar litið er til þess að á yngri árum er beinmyndun í hámarki og þörf fyrir D-vítamín sérstaklega mikil.
D-vítamín er myndað í líkamanum með tilstuðlan sólarljóss en sólar nýtur ekki við yfir dimmustu vetrarmánuðina á norðurslóðum og því er mikilvægt að fá D-vítamín úr fæðunni. Í einu glasi af D-vítamínbættri léttmjólk er 1/3 af dagskammti D-vítamíns. Þess má geta að það eru fá matvæli sem innihalda D-vítamín frá náttúrunnar hendi en má þar helst nefna feitan fisk og Lýsi.