Alfons Ramel1, Pálmi V. Jónsson2, Sigurbjörn Björnsson2, Inga Þórsdóttir1
1Rannsóknarstofu í næringarfræði, Landspítala, og matvæla- og næringarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs HÍ, 2öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ
Inngangur: Lítil D-vítamínneysla og takmarkað sólarljós er tengt lágum D-vítamínstyrk í blóði (25-hýdroxývítamín D, 25(OH)D). Þess vegna geta aldraðrir Íslendingar haft aukna áhættu á D-vítamínskorti eða lágum D-vítamínbúskap. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa tíðni D-vítamínskorts hjá öldruðum sem dvelja á sjúkrahúsi og rannsaka tengsl D-vítamínbúskaps við næringarástand og árstíma.
Efniviður og aðferðir: Sextíu aldraðir sjúklingar (83,0±7,9 ára) tóku þátt í þessari þversniðsrannsókn sem fram fór á öldrunarsviði Landspítala. Blóðprufur voru teknar eftir föstu og mælingar gerðar á styrk D-vítamíns og öðrum klínískum breytum. Tölfræðileg úrvinnsla fól meðal annars í sér línulega aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður: Alls greindust 12,3% sjúklinganna með D-víta-
mínskort (25(OH)D <25 nmól/L) og 71,9% greindust með óæskilega lágan D-vítamínbúskap (25-75 nmól/L). Engin tengsl fundust milli D-vítamíns og kyns þátttakenda, næringarástands þeirra eða árstíma. Líkamlegar breytur höfðu jákvæða fylgni við 25(OH)D, en í línulegri aðhvarfsgreiningu var líkamsþyngdarstuðull eina marktæka forspárbreytan (B = -1,454; 95% CI: -2,535; -0,373; P=0,009).
Ályktanir:Lélegur D-vítamínbúskapur er algengur hjá öldruðum sem dvelja á sjúkrahúsi. Samkvæmt líkaninu útskýrir líkamsþyngdatstuðull um það bil 12% af breytileikanum í D-vítamínstyrk í blóði. Áhrif líkamsþyngdarstuðuls á D-vítamín má útskýra með því að dreifingarrúmmál eykst með hárri líkamsþyngd frekar en með losun D-vítamíns úr fítuvef sem fylgir aldurs- og sjúkdómatengdu niðurbroti.
Heimild: Læknablaðið 2009 (fylgirit) 95 árgangur.