Bresku beinverndarsamtökin National Osteoporosis Society hafa gefið út skemmtilegt nýtt dansprógram/myndband sem hvetur fólk til þess að “dansa fyrir beinin”. Lizzie Webbs og Dr. Miriam Stoppard unnu saman að þessu verkefni ásamt dansaranum Craig Revel Horwood.
Lykilatriði til að hafa í huga er það er sama á hvaða aldri þú ert og þó þú sért komin(n) með beinþynningu þá er hægt að draga úr framgangi sjúkdómsins. Rannsóknir benda til þess hreyfing sé einn af mikilvægustu þáttunum í baráttunni við beinþynninguna. Þeir sem stunda hreyfingu þrisvar sinnum í viku eru að jafnaði með minni beinþynninguen þeir sem hreyfa sig tvisvar sinnum í viku en þeir hafa að sama skapi minni beinþynningu en þeir sem heyfa sig einu sinni í viku eða sjaldnar.
Annað mikilvægt atriði varðandi baráttuna við beinþynningu er mataræði og matarvenjur. Kalkrík fæða s.s. mjólkurvörur, brokkolí og nægjanlegt D-vítamín til að nýta kalkið úr fæðunni er það sem beinin þurfa á að halda. Hreyfing, kalk og D-vítamín, beinaþrennan góða. Það eru ekki allir fyrir dansinn en það er alltaf hægt að finna hreyfingu við hæfi s.s. göngur og leikfimi ýmis konar. Ein ráðlegging í lokin, það er betra að standa en sitja langtímum saman.
Hér má sjá Craig Revel Horwood sýna ykkur hvernig þið eigið að dansa fyrir beinin. Þetta er skemmtilegur dans sem allir geta lært.