Á alþjóðlegri ráðstefnu um beinþynningu og skylda sjúkdóma sem haldin var í Mílanó í byrjun apríl sl. fékk Dr. Emmanuel Biver, MD, PhD, sem starfar hjá Department of Bone Diseases, University of Geneva Hospitals verðlaunin the Yogurt in Nutrition Grant. Þau eru rannsóknarstyrkur til að kanna kosti jógúrtneyslu á beinin, sérstaklega innri byggingu þeirra hjá eldra fólki.
Styrkurinn, sem er að upphæð 30.000 bandaríkjadalir, er veittur af The YINI, Yogurt in Nutrition, Initiative for a balanced Diet, í samstarfsverkefni undir stjórn Institute International í samstarfi American Society for Nutrition og alþjóða beinverndarsamtakanna International Osteoporosis Foundation IOF. Markmið þessa verkefnis er að meta tiltækar upplýsingar um áhrif jógúrtneyslu á beinin, gera vísindaleg gögn um jógúrt aðgengileg, hvetja til nýrra rannsókna, skilgreina, hvar þekkingu og skilningi okkar er ábótavant á næringarfræðilegum áhrifum þessa fæðuflokks og miðla áfram til fagfólks og almennings.
Í Rannsókn sinni ‘Benefits of yogurt consumption on bone microstructure in the elderly: a HR-pQCT study in the GEneva RetIred COhort (GERICO)’ mun Dr Biver kanna 953 heilbrigða einstaklinga, bæði karla og konur á aldrinum 65±1 ár með það að markmiði að skrá tengslin á milli jógúrtneyslu og beinþéttni (BMD), innri byggingar beinsins og tíðni beinbrota. Rannsóknin mun einnig leitast við að ákvarða að hve miklu leyti neysla á jógúrt hefur áhrif á beinþétti og breytingar á innri gerð beinsins og brotatíðni næstu þrjú ár eftir að henni lýkur og er það gert með því að fylgja þátttakendum eftir þann tíma.
Mjólkurvörur eru góð uppspretta kalks, próteins og margra annarra næringarefna sem eru nauðsynleg fyrir beinin, sérstaklega til að viðhalda styrk þeirra og sem forvörn gegn beinþynningu hjá eldra fólki. Nokkrar klínískar rannsóknir hafa þegar sýnt fram á tengsl milli neyslu á mjólkurafurðum og lífvísa fyrir beinumsetningu (beinvísa), beinmassa og beinþéttni. Rannsókn Dr. Bivers er áhugaverð að því leyti að ekki hefur áður verið gerð sérstök rannsókn á áhrifum jógúrtneyslu á innri gerð beina hjá eldra fólki.
Hægt er að sækja um rannsóknarstyrk fyrir árið 2015: 2015 Yogurt in Nutrition Grant
Viðfangsefnið fyrir styrkinn 2015 er ‘The role of yogurt in non-communicable diseases’. Guidelines for applications (umsóknarfrestur er til 1. september , 2015). Hægt er að hlaða niður af heimasíðu YINI (www.yogurtinnutrition.com) eða með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected]