Innihald:
700 g lax,
sesamfræ
Kryddlögur fyrir lax:
½ dl sojasósa
30 ml limesafi (1-2 lime)
2 tsk rifið engifer
1 tsk sambal oelek
Salat:
1 stk mangó, skorið í bita
½ stk rauð, gul eða græn paprika, skorin smátt
1 stk rauðlaukur, skorinn smátt
steinselja, smátt skorin
Meðlæti:
hrísgrjón, setjið túrmerik í vatnið til að fá gulan lit á grjónin
sýrður rjómi
Aðferð:
Þessi dásamlegi og fljótlegi réttur dugar fyrir 3-4.
Stillið hitann á ofninum á 225°C.
Hrærið saman kryddlöginn. Setjið öll hráefni í skál, skerið laxinn í bita og setjið í skálina. Látið liggja í rúmlega 30 mínútur.
Skerið mangó, papriku, lauk og steinselju smátt og setjið til hliðar.
Setjið fiskinn í eldfast mót ásamt sósunni og stráið sesamfræ yfir. Bakið fiskinn í um 15 mínútur.
Hitið olíu á pönnu og steikið ávexti og grænmeti í nokkrar mínútur.
Berið fram með hrísgrjónum, sýrðum rjóma og grænu salati.
Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal