Beinverndarfélögum í CNS nefnd (committee of national societies) innan alþjóða beinverndarsamtakanna IOF fer stöðugt fjölgandi. Nýjasta félagið er Macedonian Applied Densiometri Association – DXA. Þá eru félögin orðin 231 frá 98 löndum. Beinvernd gerðist félagi á stofnári sínu 1997 og hefur tekið virkan þátt í samtökunum frá árinu 2000. Stærsta sameiginlega verkefni beinverndarfélaga innan IOF er hinn alþjóðlegi beinverndardagur sem ávallt er haldinn 20. október. Á hverju ári er ákveðið þema valið og að þessu sinni verður áherslan lögð á mikilvægi góðrar næringar sem forvörn við beinþynningu.