Hér fyrir neðan eru fimm mikilvægar spurningar að spyrja sjálfa(n) sig að:
1) Hef ég brotnað vegna beinþynningar þ.e. brotnað við lítinn áverka?
2) Hafa foreldrar mínir mjaðmarbrotnað?
3) Hefur líkamshæð mín lækkað (er ég komin með herðakistil)?
4) Hef ég verið að taka inn sykursteralyf til lengri tíma (meira en 3 mán. samfellt)?
5) Er ég með gigtarsjúkdóm eða langvinnan meltingarsjúkdóm?
Ef svarið er já við einhverri ofangreindra spurninga ættir þú að ræða við heimilislækninn þinn og biðja um læknisskoðun m.t.t. áhættu á beinþynningu. OG ekki gleyma að spyrja foreldra þinna þessara sömu spurninga! Fullkomnara áhættupróf er að finna hér á heimasíðu Beinverndar:
Þar eru gagnvirk próf, eitt fyrir konur og eitt fyrir karla og einnig próf sem er pdf skjal sem hægt er að prenta út og fara með til læknisins teljir þú ástæðu til.