• Forsíða
  • Beinvernd
    • Um félagið
    • Persónuvernd
    • Saga / Markmið
    • Stjórn
    • Samstarfsaðilar
    • Minningarkort
    • Aðildarumsókn
  • Beinþynning
    • Greining
    • Meðferð
      • Meðferðarúrræði
      • Bífósfónöt
      • Helstu lyf
      • Estrógen
    • Áhættuþættir
    • Forvarnir
  • Fróðleikur
    • Fréttabréf / Útgáfa
    • Gagnabanki
    • Greinar og pistlar
    • Kalk og D-vítamín
    • Tenglar
    • Gott í gogginn
  • Áhættupróf
  • Beinráður
  • English
 16/05/2025

Er starfræn líkamsþjálfun það rétta fyrir þig?

by Beinvernd / Miðvikudagur, 22 apríl 2015 / Published in Fréttir

Hún miðar að sértækri þjálfun marga vöðva í einu, getur auðveldað daglegar athafnir og bætt lífsgæðin. Með aldrinum verður æ mikilvægara að viðhalda góðu jafnvægi og vöðvastyrk.  Þess vegna hefur svokölluð starfræn líkamsþjálfun orðið vinsæl víða erlendis sérstaklega fyrir eldra fólk.

Hvers konar  þjálfun?

Í starfrænni líkamsþjálfun eru vöðvarnir þjálfaðir til þess að vinna saman og undirbúa fyrir daglegar athafnir. Þjálfunin felst í því að líkja eftir algengum hreyfingum sem við gerum heima, í vinnunni eða í íþróttum.  Mismunandi vöðvar í efri og neðri hluta líkamans eru notaðir samtímis auk þess sem lögð er áhersla á stöðugleika um miðju líkamans sem er mikilvægt bæði fyrir styrk og jafnvægi.

Þessi þjálfunarmáti rekur uppruna sinn til endurhæfingar á sjúklingum, sem eiga erfitt með hreyfingar, en sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar hafa gjarnan stuðst við aðferðir af þessum toga.  Tilgangurinn er að tengja saman sértæka þjálfun við daglegar athafnir nákvæmlega á þann hátt sem hver og einn þarf mest á að halda með það að markmiði að viðkomandi geti orðið sjálfbjarga.

Starfræn líkamsþjálfun byggist iðulega á æfingum fyrir marga liði og vöðva í senn, t.a.m. að hreyfa axlir, hrygg, mjaðmir, hné og ökkla  en ekki einungis axlirnar eða hrygginn o.s.frv.

Öll starfræn líkamsþjálfun fyrir eldra fólk ætti að vera sérsniðin að hverjum og einum eftir nákvæma skoðun á líkamsástandi með það að markmiðið að auðvelda athafnir daglegs lífs, bæta jafnvægi, snerpu og vöðvastyrk minnka hættuna á byltum og auka lífsgæði.

Hér má sjá myndband með nokkrum æfingum.

functional

 

Tagged under: beinþynnin, exercise, líkamsþjálfun, osteoporosis

Beinvernd

Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík. Stjórn Beinverndar skipa átta manns auk tveggja varamanna. Stofnandi Beinverndar er Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, formaður er Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir og verndari félagsins er Ingibjörg Pálmadóttir fv. heilbrigðisráðherra

Fróðleikur

Útgáfa
Greinar / Pistlar Tenglar
Gott í gogginn

Hafðu samband

Netfang: [email protected]
Heimilisfang: Háholt 14
270 Mosfellsbær
Ísland

Beinvernd. Öll réttindi áskilin.

TOP

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Ég samþykki Ég synja
Friðhelgisstillingar
Friðhelgisstillingar

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Nauðsynlegar vafrakökur Tölfræðilegar vafrakökur Þjónustuborð Persónuvernd Vafrakökustefna
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á beinvernd.net
  • CookieConsent

Þessar vafrakökur safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun á vefnum.

Google Analytics
Við söfnum nafnlausum upplýsingum um notkun til að bæta heimasíðuna og þjónustuna.
  • _ga
  • _gid
  • _gat

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur