Kannaðu það með því að hlaða niður smáforriti (appi) í símann eða smelltu hér til að reikna út daglega neyslu á þessu mikilvæga steinefni sem kalkið er. Þarna má einnig finna ráðleggingar um hvernig hægt er að ná ráðlögðum dagskammti og tengil á mataruppskriftir með beinlínis hollum mataruppskriftum.
Rannsóknir hvaðanæva úr heiminum sýna að allt of margt fólk nær ekki ráðlögðum dagskammti af kalki úr daglegri fæðu sinni. Kalk er aðal byggingarefni beinanna og geymir beinagrindin um 99% af kalkmagni líkamans. Kalkið er geymt í beinunum líkt og varaforði til að viðhalda eðlilegu magni í blóði, sem er nauðsynlegt fyrir starfsemi vöðva og tauga.
Alþjóðleg viðmið um hve mikið af kalki líkaminn þarfnast eru á bilinu 700-1300mg á dag, en þau eru breytileg eftir aldri og kyni. Unglingar sem eru að taka út vöxt og þroska þurfa meira en aðrir og einnig eldra fólk með skert frásog kalks í meltingarveginum sem og konur með börn á brjósti.
Ráðlagður dagskammtur RSD af kalki fyrir Ísland
Ungbörn og börn 6 – 11 mánaða | 540 mg |
Börn 12 – 23 mánaða | 600 mg |
Börn 2 – 5 ára | 600 mg |
Börn 6 – 9 ára | 700 mg |
Konur 10 – 17 ára | 900 mg |
Konur 18 ára og eldri | 800 mg |
Konur í meðgöngu eða með barn á brjósti | 900 mg |
Karlar 10 – 17 ára | 900 mg |
Karlar 18 ára og eldri | 800 mg |
*Upplýsingar um RDS eru fengnar frá Landlæknisembættinu (2013). |
Nýja kalkreikninn frá Alþjóða beinverndarsamtökunum IOF er hægt að nálgast ókeypis á heimasíðu samtakanna, bæði fyrir snjallsíma með iOS- og Androit- stýrikerfi. Kalkforritið er notendavænn lykill að yfirgripsmiklu efni, en m.a. er hægt að smella á sérstakar fæðutegundir til að kalla fram allar uppskriftir á vef IOF með viðkomandi tegundum.
Smellið hér til að ná í smáforritið fyrir iOS
Smellið hértil að ná í smáforritið fyrir Androit