• Forsíða
  • Beinvernd
    • Um félagið
    • Persónuvernd
    • Saga / Markmið
    • Stjórn
    • Samstarfsaðilar
    • Minningarkort
    • Aðildarumsókn
  • Beinþynning
    • Greining
    • Meðferð
      • Meðferðarúrræði
      • Bífósfónöt
      • Helstu lyf
      • Estrógen
    • Áhættuþættir
    • Forvarnir
  • Fróðleikur
    • Fréttabréf / Útgáfa
    • Gagnabanki
    • Greinar og pistlar
    • Kalk og D-vítamín
    • Tenglar
    • Gott í gogginn
  • Áhættupróf
  • Beinráður
  • English
 09/05/2025

Fjárfestu í beinunum

by tfadmin / Laugardagur, 22 september 2012 / Published in Anna Björg Aradóttir, Greinar / Pistlar

Alþjóðlegi beinverndardagurinn þann 20. október er í ár helgaður fjárfestingu í beinum. Það er staðreynd að í baráttunni gegn beinþynningu er fyrirbygging arðbærasta leiðin. Með því að byggja upp sterk bein hjá unga fólkinu okkar drögum við úr kostnaði við beinþynningu síðar á ævinni og á þann hátt er fjárfest í beinunum. Samtökin Beinvernd hafa alla tíð lagt áherslu á fræðslu um þætti sem draga úr hættu á beinþynningu og nú síðast undir slagorðinu “Hollusta styrkir bein”. Bein eru lifandi vefur þar sem fram fer stöðug hringrás uppbyggingar og niðurrifs. Uppbygging beinanna hefst strax á fósturstigi og nær hámarki á þrítugsaldrinum. Eftir það fara niðurrifsöflin að ná yfirhöndinni og beinin glata smámsaman styrkleika sínum. Því sterkari sem beinin eru þegar þetta byrjar því minni hætta er á beinþynningu síðar á ævinni. Foreldrar og aðrir sem vinna með börnum ásamt unga fólkinu sjálfu verða að gera sér grein fyrir að til þess að tryggja sterk og góð bein er nauðsynlegt að borða mat sem er auðugur af kalki og D-vítamíni og hreyfa sig reglulega. Hreyfing styrkir vöðva og bein og því sterkari sem beinin eru af því meiru er að taka þegar beinþynningin byrjar. Hverskyns þjálfun er til góðs og mikilvægt er að hugað sé að hæfilegri hreyfingu barna nú þegar bíllinn er þarfasti þjónninn og sjónvarp og tölvur helsti gleðigjafinn. Kannanir Mannneldisráðs sýna að börn og unglingar neyta að meðaltali nægilegs kalks en í því sambandi skal bent á að um fjórðungur fær ekki ráðlagðan dagskammt af kalki. Börn og unglingar fá iðulega ekki nægilegt D vítamín og nauðsynlegt er að taka annað hvort lýsi eða fjölvítamín að minnsta kosti yfir vetrartímann.

Beinþynning er vaxandi vandamál í heiminum öllum og læknis- og lyfjakostnaður vegna hennar er 27 milljónir Bandaríkjadala á ári í Evrópu og Bandaríkjunum. Hér á landi hefur verið áætlað að kostnaður vegna beinbrota af völdum beinþynningar sé um hálfur miljarður á ári.

Beinvernd vill leggja áherslu á að fjárfest sé í beinum með því að leggja inn á beinabankann strax á unga aldri.

Anna Björg Aradóttir
hjúkrunarfræðingur, stjórnarmaður í Beinvernd

Beinvernd

Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík. Stjórn Beinverndar skipa átta manns auk tveggja varamanna. Stofnandi Beinverndar er Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, formaður er Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir og verndari félagsins er Ingibjörg Pálmadóttir fv. heilbrigðisráðherra

Fróðleikur

Útgáfa
Greinar / Pistlar Tenglar
Gott í gogginn

Hafðu samband

Netfang: [email protected]
Heimilisfang: Háholt 14
270 Mosfellsbær
Ísland

Beinvernd. Öll réttindi áskilin.

TOP

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Ég samþykki Ég synja
Friðhelgisstillingar
Friðhelgisstillingar

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Nauðsynlegar vafrakökur Tölfræðilegar vafrakökur Þjónustuborð Persónuvernd Vafrakökustefna
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á beinvernd.net
  • CookieConsent

Þessar vafrakökur safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun á vefnum.

Google Analytics
Við söfnum nafnlausum upplýsingum um notkun til að bæta heimasíðuna og þjónustuna.
  • _ga
  • _gid
  • _gat

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur