Anna Björg Jónsdóttir, formaður Beinverndar, heimsótti Félag kennara á eftirlaunum á mánaðarlegum fræðslufundi félagsins sem haldinn var 1. febrúar sl. á Grandhóteli við Sigtún. Góður rómur var gerður að erindi Önnu Bjargar og fékk hún margar góðar spurningar og voru umræður fjörlegar.