Reykjavíkurmaraþon Glitnis – áheit

Beinvernd þakkar þeim aðilum sem hlupu fyrir Beinvernd í Reykjavíkurmaraþoninu. Það skiptir félagið miklu máli að fá stuðning og hlaup og skokk eru einnig styrkjandi fyrir beinin. Beinvernd minnir á Styrktarsjóð sinn en honum er ætlað að styrkja rannsóknir um beinþynningu. Fyrirtæki geta fengið fræðslufyrirlestur um beinþynningu og forvarnir hjá Beinvernd og beinþéttnimælingu með ómskoðunartæki

Alþjóðlegur skólamjólkurdagur

Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim en það er Matvælastofnun Sameinuðu þjóðana sem hvetur til að haldið sé upp á daginn. Á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum “Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”. Með deginum vill íslenskur mjólkuriðnaður vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna.

Nýr beinþéttnirmælir á FSA

Á næstu dögum verður nýr DEXA beinþéttnimælir tekinn í notkun á FSA. Mælirinn er kominn til Akureyrar og nú er unnið að því að setja mælinn upp, stilla hann og prufukeyra. Nánari upplýsingar um mælinn verður að finna hér á síðunni þegar mælirinn verður formlega tekinn í notkun.

Nú er komið að því ….

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn mikilvægasta leik til þessa á Laugardalsvellinum í dag kl. 18:10. Mætum og hvetjum stelpurnar með sterku beinin til sigurs og beina leið á EM.
TOP

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á beinvernd.net
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur