Vestmannaeyingar hugsa um heilsu beina sinna

Beinheilsuátak í Vestmannaeyjum í síðustu viku. 47 konur létu mæla í sér beinþéttnina hjá hjúkrunarfræðingum Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja í síðustu viku og fengu góða fræðslu um beinþynningu og forvarnir gegn henni. Félagið Beinvernd lagði til beinþéttnimæli, svokallaðan hælmæli, sem er ómskoðunartæki og gefur góða vísbendingu um heilsu beinanna. Beinvernd fagnar heilsuátaki sem þessu.

Heimsókn í Hólabrekkuskóla

Starfsfólk Hólabrekkuskóla í Reyjavík var með heilsuviku eða heilsuvakningu  síðastliðna viku og bauð starfsmanni Beinverndar í heimsókn mánudaginn 17. nóvember til að fræðast um beinþynningu og helstu forvarnir gegn henni. Fjörlegar umræður sköpuðust og var fólk almennt mjög áhugasamt. Fræðsluefni, s.s. fréttabréf og bæklingar  frá Beinvernd var dreift til þeirra er vildu.

Óstöðugt stjórnmálaástand í Bangkok

Alþjóðlegt beinaþing IOF sem áætlað er að halda í Bangkok á Tælandi 3.-7. desember n.k. er í uppnámi vegna óstöðugs stjórnmálaástands í landinu. Stjórn Beinverndar er ekki kunnugt um ferðir Íslendinga á þingið en viðvörun frá IOF er að finna  hér. Ekki er búið að slá þingið af en IOF mun gefa út endanlega ákvörðun

EM stundin nálgast

Kvennalandsliðið í fótbólta skipa stelpur með sterk bein – þær mælast að jafnaði með 24% þéttari bein en jafnöldrur. Þær náðu jafntefli í Dublin. Nú hitum við upp fyrir seinni leikinn. Mætum á völlum og hvetjum stelpur með sterk bein til sigurs.
TOP

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á beinvernd.net
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur