Ungir sem aldnir leita í stórum stíl á slysavarðstofuna þegar færðin er slæm og
hálka á gangstéttum og götum.
Vetrarfærð er núna víða um land og til að mynda hefur snjónum kyngt niður á
höfuðborgarsvæðinu. Þá er vert að minna gangandi vegfarendur á mannbrodda. Þeir eru
festir neðan á skó og koma í veg fyrir að notandinn renni í hálkunni.
Mannbroddar fást meðal annnars hjá flestum skósmiðum og einnig hafa einstaka
byggingavöruverslanir selt mannbrodda. Verðum því skynsöm og skellum undir okkur
broddunum. Það gæti komið í veg fyrir beinbrot.
(frétt fengin úr DV)