Snjór og hálka og rysjótt tíð eins og verið hefur í vetur veldur því að margir verða fyrir því að detta illa og brjóta bein. Beinvernd hefur ítrekað varað við hálkunni og bent fólki á að fara varlega og nota mannbrodda til að draga úr líkum á byltum og brotum auk þess hve mikilvægt er fyrir almenning að gangstígar séu ruddir, saltaðir eða sandaðir.
Elísabet Benedikz, yfirlæknir bráðalækninga hefur ritað grein í Læknablaðið þar sem hún greinir ítarlega frá afleiðingum hálkutengdra slysa, samfélagskostnaði og óþægindum þeirra er fyrir þeim verða. Grein Elísabetar má lesa hér.