Beinvernd býður fyrirtækjum og félagasamtökum upp á fræðslu og beinþéttnimælingar …
Á nýju ári eru mörg fyrirtæki með heilsuátak fyrir starfsfólk sitt. Beinvernd hefur brugðist vel við þegar leitað hefur verið til félagsins um fræðslu á beinþéttnimælingar. Það er stefna Beinverndar að hvetja fólk til að taka áhættupróf um beinþynningu FYRIR KONUR og FYRIR KARLA til kanna áhættuþætti sína og meta hvort ástæða sé til að láta mæla í sér beinþéttnina. Ekki er talin ástæða til að mæla beinþéttnina fyrir fertugt nema að viðkomandi hafi einhverja áhættuþætti.
Hver mæling kostar 1.100.- krónur en ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir fræðsluerindið sem tekur 30 mínútur. Þeir sem áhuga hafa á að fá heimsókn frá Beinvernd geta haft samband með tölvupósti [email protected] eða í síma 8973119.