Dr. Björn Guðbjörnsson, dósent og formaður Beinverndar, fræddi starfsfólk Slysa- og bráðasviðs LSH um nýjungar í meðferð beinþynningar á endurmenntunardegi sviðsins þann 3. desember sl. Fundinn sóttu um 30 manns.
Sérfræðingar innan Beinverndar leggja sitt af mörkum í fræðslustarfi félagsins og leggja áherslu á að fræða heilbrigðisstarfsfólk um beinþynningu og meðferð við henni.