Starfsmaður Beinverndar hefur farið víða og haldið mörg fræðsluerindi á fyrstu mánuðum þessa árs.
Í byrjun árs voru Lionskonur í Mosfellsbæ heimsóttar og í kjölfarið fengu kennarar og starfsfólk Lágafellskóla bæði fræðslu og mælingar.
Vel er hugað að heilsu starfsfólks Eldhúss Landspitalans en Beinvernd hefur komið þangað og verið með beinþéttnimælingar annað hvert ár. Það er til fyrirmyndar hvernig starsfólk þar á bæ fær góðan stuðning og hvatningu við að sinna heilsu sinni.
Eldri borgarar á Akranesi voru sóttir heim og var vel mætt á fræðslufundinn um beinþynningu sem Félagsþjónusta Akraneskaupsstaðar stóð fyrir.
Síðastliðinn laugardag, 26. febrúar, fengu hafnfirskar konur fræðslu um beinvernd og beinþéttnimælingu.
Starfsfólk Utanríkisráðuneytisins stóð fyrir heilsuviku í febrúar og af því tilefni var starfsmaður Beinverndar með fræðsuerindi um beinþynningu og beinvernd.
Starfsmaður Beinverndar verður á faraldsfæti á næstu vikum að heimsækja vinnustaði og félagasamtök og er það mjög ánægulegt hversu mikill áhugi er á beinvernd.