Bandalag félaga, er vinna að beinheilsu í Bandaríkjunum, hefur gefið út
framkvæmdaáætlun fyrir bættri beinheilsu.
Í þessu bandalagi (Beinabandalagið) eru eftirtalin félög: National
Osteoporosis Foundation, the American Society for Bone and Mineral
Research, the Osteogenesis Imperfecta Foundation, The Paget Foundation og
nýlega bættist í hópinn American Academy of Orthopaedic Surgeons.
Framkvæmdaáætlunin var unnin út frá niðurstöðum ráðstefnu um beinheilsu
sem haldin var í Washington, D.C í júní 2008.
Framkvæmdaáætlunin byggir á fjórum megin þáttum: Þróun á samstarfi um
beinheilsu; að efla beinheilsu og forvarnir; bæta greiningu og meðferð
og styrkja rannsóknir, eftirlit og mat. Í áætluninni koma fram tillögur
að aðgerðum, verklagi og ábyrgð og hvað skuli sett í forgang í nútíð og framtíð fyrir heilbrigðisstarfsfólk,heilbrigðiskerfið og félög, er hafa það að markmiði að efla beinheilsu.
Hægt er að nálgast framkvæmdaáætlunina hér.