Dan Navid, framkvæmdastjóri alþjóða beinverndarsamtakanna hefur tekið þá ákvörðun að láta af störfum hjá IOF og snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Hann mun þó vera til taks næstu mánuði og leiða alþjóðlegu ráðstefnuna um beinþynningu sem haldin verður í Bangkok á Tælandi í byrjun desember.
Það er mikill missir af Dan, hann hefur verið driffjöður IOF síðastliðin 8 ár og undir hans stjórn hafa samtökin vaxið og eru aðildafélögin orðin 188 í 91 landi. Hann hefur verið einstkalega hjálplegur við okkar íslenska félag Beinvernd og erum við honum afar þakklát fyrir það og óskum honum velfarnaðar í nýju starfi.