Fréttabréf Beinverndar 1. tbl. 7. árg. er nú komið á vefinn. Fréttabréfið kom út þann 20. október sl. á alþjóðlegum beinverndardegi og var borið út til allra heimila á landinu. Ef Fréttabréfið hefur ekki borist til ykkar, vinsamlegast hafið samband við Beinvernd á netfangið [email protected] og þið fáið það sent með pósti.
Í fréttabréfinu er að finna mikinn fróðleik um beinþynningu, greiningu hennar og meðferð. Auk þess eru greinar um hreyfingu, næringu, byltuvarnir , mataruppskriftir og viðtöl við landsliðsfólkið Margréti Láru Viðarsdóttur og Snorra Stein Guðjónsson. Ekki má gleyma yngri kynslóðinni en í fréttabréfinu er sér krakkasíða með skemmtilegum getraunaleik. Smellið hér til að ná í fréttabréfið.