Dagan 3.-4. nóvember síðastliðinn funduðu aðildarfélög alþjóða beinverndarsamtakanna IOF með stjórn samtakanna í Divonne í Frakklandi.
Slíkir fundir eru haldnir tvisar sinnum á ári. Að þessu sinni var eitt af meginverkefnunum að kynna hvað aðildarfélögin gerðu í tilefni alþjóðlega beinverndardagsins sem haldinn var 20. október. Það var skemmtilegt að sjá hvað dagskráin var mismunandi og hvernig félögunum tókst að aðlaga þema dagsins að sinni menningu og sínu landi. Flest félögin lögðu áherslu á mikilvægi góðrar fæðu til uppbyggingar og viðhalds sterkra beina og mörg félögin unnu með matreiðslumönnum í sínu heimalandi. Vefsetur IOF hefur verið uppfært og þar er m.a. að finna ljúffengar kalk og D-vítamínríkar uppskriftir IOFbonehealth.org
Þema næsta beinverndadags var kynnt undir yfirskriftinni “BEAT THE BRAKE” og eigum við eftir að finna góða íslenska þýðingu. Lögð verður áhersla á að upplýsa fólk um áhættuþætti beinþynningar.
Einnig voru samþykkt 6 ný félög í alþjóðlegu beinverndarsamtökin og hafa þau stækkað jafnt og þétt á undanförnum árum