Ólafur G Sæmundsson, næringarfræðingur og stjórnarmaður í Beinvernd og Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beinverndar funduðu með matreiðslumeisturum á félagsfundi þeirra. Ólafur fræddi matreiðslumeistarana um beinlínis hollan mat í skemmtilegu erindi og Halldóra kynnti félagið Beinvernd og starfsemi þess auk þess að fara nokkrum orðum um beinþynningu. Hún kynnti einnig fyrirhugað samstarf Beinverndar og Félags matreiðslumeistara í tengslum við alþjóðlegan beinverndardag og alþjóðlega dag matreiðslumanna en það vill svo skemmtileg til að bæði félögin halda upp á sinn dag þann 20. október ár hvert. Þema beinverndardagsins í ár er matur og næring undir yfirskriftinni BONE APPETIT eða BEINLÍNIS HOLLT! Það verður spennandi að fylgjast með þessu samtarfi.
IOF alþjóða beinverndarsamtökin og WACS alþjóðleg samtök matreiðslumanna stefna einnig á samstarfi á alþjóða vísu.