Beinvernd bauð hjúkrunarfræðingum sem starfa við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu til fræðslufundar í maí sl. Beinvernd hefur unnið að því að undanförnu að efla tengslin við heilsugæsluna og myndað tenglanet við hjúkrunarfræðinga sem þar starfa.
Dagskrá fræðslufundarins var fjölbreytt. Boðið upp á fjóra fyrirlestra. Formaður Beinverndar fræddi hjúkrunarfræðingana um beinþynningu, greiningu og meðferð. Aðalsteinn Guðmundsson, öldrunarlæknir, talaði um beinþynningu meðal karla og Helga Hansdóttir, öldrunarlæknir, fjallaði um bylturvarnir og beinvernd. Að lokum kynnti Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beinverndar, hugmyndafræði og starfsemi félagsins. Það er von þeirra sem að fundinum stóðu að fræðsla sem þessi efli góð tengsl við heilsugæsluna.