Beinvernd hefur tekið saman gagnabanka um íslenskar rannsóknir, fræðigreinar, viðtalsgreinar og fræðsluefni um beinþynningu og sett hér á vefinn, sjá hnappinn á forsíðunni ofarlega til hægri sem á stendur Gagnabanki. Félagið vonast til að þetta framtak verði gagnlegt fyrir þá sem eru að leita að slíku efni. Hugmyndin er að þessi gagnabanki verði gagnvirkur þ.e. að þegar nýjar rannsóknir og greinar birtast þá verður gagnabankinn uppfærður. Allar upplýsingar um íslenskt efni er tengist beinþynningu er vel þegnar. Smelltu hér til að opna bankann.
Efnið er flokkað þannig:
- Fræðigreinar birtar í íslenskum fræðiritum.
- Fræðigreinar birtar í erlendum fræðiritum.
- Tímaritsgreinar
- Nemendaefni (B.S., M.S, og PhD)
- Fræðsluefni