Beinvernd hefur tekið saman á einn stað allar rannsóknir tengdar beinþynningu sem gerðar hafa verið á Íslandi eða af íslenskum aðilum. Þetta er hugsað fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem vill nálgast þessar greinar vegna starfa sinna og einnig fyrir alla þá sem áhuga hafa á að fræðast um þetta mikilvæga málefni. Beinvernd mun síðan í uppfæra skjalið eftir því sem fleiri rannsóknir eru birtar. Hægt er að smella á myndina hér fyrir neðan eða á sömu mynd hægra megin að aðalsíðunni þar sem valhnapparnir eru.