Nýlegar rannsóknir benda til þess að líkamsæfingar sem rétta úr hryggnum geti verið hjálplegar til að meðhöndla kryppu hjá eldra fólki og geti í vissum tilvikum lagað kryppuna að einhverju marki. Þó er enn þörf er á fleiri rannsóknum og sterkari vísbendingum fyrir almennar leiðbeiningar.
Í rannsókn sem birt var í tímaritinu Osteoporosis International (2009 Mar;20(3):481-9. Epub 2008 Jul 26.), þar sem konur á aldrinum 50 – 59 ára tóku þátt, kemur fram að með því að stunda styrktaæfingar fyrir bakvöðva þrisvar sinnum í viku i eitt ár minnkuðu líkurnar á að fá kryppu.
Í annarri rannsókn frá árinu 2009 sem birt var í tímaritinu Archives of Physical Medicine and Rehabilitation (Arch Phys Med Rehabil. 2009;90(2):358), tóku þátt konur á aldrinum 65-80 ára sem voru með kryppu á byrjunarstigi en þó sýnilega. Þeim var skipt í hópa og í 12 vikna æfingaprógram og síðan æfðu þær sjálfar í eitt ár. Þær konur sem rannsóknin fylgdi eftir héldu í batann sem þær höfðu fengið við að stunda æfingarnar.