Takið göngu þolpróf til að meta þol hjarta og lungna. Finnnið slétt svæði t.d. hlaupabraut á íþróttavelli og skeiðklukku eða úr. Á flestum íþróttavöllum er hringurinn 400m.
Hitið fyrst upp með léttri göngu í 5 mínútur.
Hefjið tímatöku um leið og og þið leggið af stað og gangið eins hratt og þið getið.
Stoppið þegar þið hafið gengið 4 hringi eða 1600m og athugið tímann sem það tók.
Takið púlsinn í 10 sekúndur og margfaldið með 6 til að fá út hvað slögin eru mörg á einni mínútu (sjá gönguhorn nr. 7).
Skráið tímann og hjartsláttatíðnina í dagbók (gott að halda dagbók til að fylgjast með árangri).
Skráið niður hversu erfitt ykkur fannst gangan skv. Borg kvarðanum (sjá gönguhorn nr. 7).
Kælið ykkur niður með léttri göngu í 5 mínútur.
Endurtakið þetta próf t.d. einu sinni í mánuði, ársfjórðungslega eða á hálfsárs fresti og berið niðurstöðurnar saman.