Beinvernd, Kvenfélagasamband Íslands ásamt 20 kvenfélögum víða um land taka höndum saman og standa að göngunni GÖNGUM FYRIR BEININ til að sýna í verki samstöðu með þeim fjölda fólks sem er með beinþynningu. Gangan fer fram víða um land kl. 2:06 e.h. laugardaginn 22. október.
Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra kvenfélaga sem skipuleggja göngu í sinni heimabyggð.
Í Reykjavík: Kvenfélagið Fjallkonan í Efra-Breiðholti
Í Kópavogi: Kvenfélagið Freyja
Í Garðabæ: Kvenfélag Garðabæjar
Í Grindavík: Kvenfélag Grindavíkur
Á Selfossi: Kvenfélag Selfoss
Á Laugarvatni:Kvenfélag Laugdæla
Í Gaulverjabæjarhreppi: Kvenfélga Gaulverjabæjarhrepps
Í Rangárvallasýslu: Kvenfélagið Fjallkonurnar undir Austur Eyjafjöllum
Í Vestmannaeyjum: Kvenfélagið Líkn
Í Borgarnesi: Kvenfélag Borgarness
Í Ólafsvík: Kvenfélag Ólafsvíkur
Á Ísafirði: Kvenfélagið Hlíf
Í Hnífsdal:Kvenfélagið Hvöt
Á Suðureyri: Kvenfélagið Ársól
Í Bolungarvík: Kvenfélagið Brautin
Á Hólmavík: Kvenfélagið Glæður
Á Akureyri: Kvenfélagið Baldursbrá
Á Laugum: Kvenfélag Reykdæla
Í Þistilfirði: Kvenfélag Þistilfjarðar
Á Kópaskeri: Kvenfélagið Stjarnan