Það er frískandi að fá sér grískt salat á sumrin.
Innihald:
Klettasalat
Vatnsmelóna, skorin í stóra kubba
Fetakubbur, gróft skorinn
Svartar ólífur, heilar
Rauðlaukur, þunnt skorinn
Ólífuolía
Rauðvínsedik
Sjávarsalt og nýmalaður pipar
Nokkur myntublöð, smátt skorin
Aðferð:
Öllu blandað saman. Smávegis af rauðvínsediki og ólífuolíu hellt yfir, kryddað með salti og pipar. Dreifið smá myntu yfir í lokin. Einfalt og slær alltaf í gegn. Passar einstaklega vel með grilluðu lambakjöti.
Hlutföllin í salatinu eru algjört aukaatriði. Þið gerið bara eins mikið og ykkur finnst gott og þurfið fyrir þann fjölda af fólki sem þarf að metta. Sumir vilja líka meira eða minna af einhverju hráefni, það er nú það skemmtilega við svona salöt. Það er ekki hægt að eyðileggja neitt.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir