
Fyrirlesararnir: Sigríður Guðmundsdóttir íþróttafræðingur, Ella Kolbrún Kristinsdóttir sjúkraþjálfari og Örnólfur Valdimarsson læknir
Beinvernd hélt upp á hinn alþjóðlega beinverndardag þann 20. október sl. ásamt 179 beinverndarfélög innan alþjóða beinverndarsamtakanna IOF, í yfir 80 löndum. Þema dagsins að þessu sinni er líkamleg hreyfing og beinþynning undir yfirskriftinni „sterk bein fyrir góða daga” . Í tilefni dagsins stóð Beinvernd fyrir námstefnu fyrir fagfólk í hreyfingu í samstarfi við ÍSÍ. Þátttaka var mjög góð og sóttu um 100 manns námstefnuna sem hófst með ávarpi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.