Hámarks beinþéttni er mesti massi sem beinin geta náð. Á aldrinum 20 til 25 ára hafa beinin náð fullri lengd, þroska og þéttni. Sá aldur sem hámarks beinþéttni er náð er þó mismunandi milli beina í beinagrindinni og ákvarðast að mestu af erfðum. Aðrir þættir s.s. næring, líkamleg hreyfing og sjúkdómar hafa þó einnig áhrif. Í æsku er mikilvægt að stuðla að því að hámarks beinþéttni náist með því að nærast vel og ástunda líkamlega hreyfingu. Þannig er unnt að draga úr áhættu á brotum síðar á ævinni.
Eftir því sem við verðum eldri byggjum við ekki beinvefinn upp eins hratt og við töpum honum í ferli sem kallast “bein endurmyndum”. Hjá konum eykst hraði beintaps marktækt eftir tíðahvörf þegar estrógen (kvenhormón) framleiðslan stöðvast og beinin njóta ekki lengur varnaráhrifa kvenhormónanna. Karlar tapa einnig beinvef en talsvert hægar en konur. Hollir lífshættir (sjá áhættuþættir og forvarnir hér á vefnum) geta dregið úr aldurstengdu beintapi sem getur stuðlað að áhættu á beinþynningu.