Helgina 26.-27. mars sl. var haldin sýningin Heilsa og hamingja í Vetrargarðinum í Smáralind. Mörg fyrirtæki og félagasamtök kynntu þar starfsemi sínar og var Beinvernd þeirra á meðal.
Beinvernd stóð fyrir skemmtilegum getraunaleik um beinin og svöruðu rúmlega 400 manns. Tveir vinningshafar voru dregnir út í lok hvors dags þ.e. tveir vinningshafar úr þátttakendum leiksins á laugardeginum og tveir þátttakendur á sunnudeginum.
Vinningshafarnar eru:
Dögg Friðjónsdóttir
Lise Sörensen
Inga Jóna Stefánsdóttir
Hlín Baldursdóttir