
Á myndinni eru Dr. Björn Guðbjörnsson, form. Beinverndar, Halldóra Björnsdóttir framkv.stjóri Beinverndar og Stefán Sandholt, sölustjóri Heklu.
Beinvernd sótti Blönduós heim í lok febrúar í tilefni af heilsuátaki heilsugæslustöðvarinnar, sem hefur gengið mjög vel. Dr. Björn Guðbjörnsson form. Beinverndar hélt erindi fyrir heilbrigðisstarfsmenn og Beinvernd lánaði Heilsugæslustöðinni á Blönduósi beinþéttnimæli til afnota.
Hekla styrkti Beinvernd til fararinnar með láni á bifreið.