Heilsuefling HÍ heldur áfram. Í gær létu 40 manns mæla í sér beinþéttnina og þáðu góð ráð um hvað hægt er að gera til að viðhalda sterkum beinum. Besta forvörnin er að hreyfa sig reglubundið, taka lýsi til að fá D-vítamín og gæta þess að fá nóg af kalki. Ráðlagður dagskammur D-vítamíns er 10 míkrógrömm og af kalki 800 mg. Ákjósanlegasta hreyfingin er þegar við þurfum að halda upp okkar eigin líkamsþyngd s.s. þegar við göngum, skokkum, förum í leikfimi og þess háttar. Boltaíþróttir er góðar fyrir beinin og til marks um það eru sterk bein knattspyrnukarla og kvenna sem Beinvernd hefur mælt.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af beinþéttnimælingum, ómskoðun á hæl annarsvegar og svokallaðri DEXA-tækni hins vegar.