Á tóbakslausa deginum á morgun, 31. maí, verður hið árlega Heilsuhlaup
Krabbameinsfélags Íslands. Ræst verður kl. 19:00 við hús Krabbameinsfélagsins að
Skógarhlíð 8 í Reykjavík.
Sjá hér mynd af hlaupaleiðinni
Skráning er á www.hlaup.is til hádegis á morgun og hjá Krabbameinsfélaginu í
Skógarhlið 8 til 18:00 á morgun. Húllumhæ fyrir alla fjölskylduna hefst um kl. 18:20
og upphitun um kl. 18:40.
Þátttökugjald er 1.500 krónur fyrir 15 ára og eldri og 500 krónur fyrir 14 ára og
yngri. Allir þátttakendur fá viðurkenningarpening og eru fjölmörg útdráttarverðlaun
í boði. Verðlaunað er sérstaklega fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki
bæði í 3 km og 10 km.
Vegalengdir. Hægt er að velja um 3 km skokk eða göngu frá Skógarhlíð að Öskjuhlíð og
til baka eða 10 km hlaup suður fyrir Reykjavíkurflugvöll og til baka.
Tími verður mældur hjá öllum og úrslit birt eftir aldursflokkum:
14 ára og yngri15-18 ára19-39 ára40-49 ára50-59 ára60 ára og eldri
Endilega áframsendu á alla sem þú telur að hafi ánægju af skemmtilegri hreyfingu.
Hlökkum til að sjá þig og þína í frábæru veðri og í sólskinsskapi.
Krabbameinsfélagið