Stórsýningin Heilsa, húð og hár 2010 verður haldin laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. september í Vetrargarðinum í Smáralind og tekur Beinvernd þátt í sýningunni.
Sýningin spannar allt heilsusviðið og verður einstaklega fjölbreytt og lifandi.
Fyrirtæki úr öllum heilsugeirum kynna þar vörur sínar og þjónustu fyrir
sýningargestum. Það verður frítt inn á sýninguna sem er opin frá kl. 11.00 til
18.30 á laugardag og 12.00 til 18.30 á sunnudag.
Á sýningunni verða tilboð á heilsuvörum og þjónustu er tengist heilsu, húð
og hári. Þá verður vegleg fyrirlestradagskrá með fjölda fyrirlestra.