Fulltrúi alþjóðabeinverndarsamtakanna International Osteoporosis Foundation (IOF) heimsótti Beinvernd nú á dögunum. Hann fundaði með stjórn félagsins og styrktaraðilum og kynnti fyrir þeim uppbyggingu og starfsemi IOF. Í samtökunum eru 173 aðildarfélög í 85 löndum og er Beinvernd eitt þeirra.
Paul fundaði með fulltrúum Latabæjar um hugsanlegt samstarf Latabæjar og IOF vegna hins alþjóðlega beinverndardags þann 20. október n.k. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála. Hann fundaði einnig með Gissuri Guðmundssyni, matreiðslumeistara og stjórnarmanni alþjóðasamtaka matreiðslumanna (WACS) en stefnt er að samstarfi þessara samtaka.