Starfsfólk Hólabrekkuskóla í Reyjavík var með heilsuviku eða heilsuvakningu síðastliðna viku og bauð starfsmanni Beinverndar í heimsókn mánudaginn 17. nóvember til að fræðast um beinþynningu og helstu forvarnir gegn henni. Fjörlegar umræður sköpuðust og var fólk almennt mjög áhugasamt. Fræðsluefni, s.s. fréttabréf og bæklingar frá Beinvernd var dreift til þeirra er vildu.