Beinvernd heimsótti starfsfólk Öskjuhlíðarskóla nú á vordögum í heilsuviku þeirra. Rúmlega 40 starfsmenn létu mæla í sér beinþéttinina. Starfsmaður Beinverndar dreifði fræðsluefni og ræddi við starfmenn um mikilvægi hreyfingar, D-vítamíns og kalks fyrir beinin.
Skólahjúkrunarfræðingur skólans mældi blóðþrýsting og blóðsykur hjá þeim sem það vildu og þessa viku gættu starfsmenn sérstaklega vel að mataræði sínu. Margir hjóluðu í vinnuna en auk þess var farið í fjallgöngu og hópeflileiki. Segja má að í heilsuvikunni hafi verið hugað bæði að andlegri og líkamlegri heilsu. Gaman fyrir Beinvernd að fá að taka þátt í þessu heilsuátaki.