Minntu manneskjuna sem þú elskar á fimm atriði til að viðhalda sterkum og heilbrigðum beinum, sérstaklega eftir fimmtugt.
Í mörgum löndum er haldið upp á mæðradaginn sem ber upp á 10. maí í ár. Af því tilefni notum við tækifærið á að minna konur um allan heim á að engin gjöf er betri en góð heilsa þ.m.t. heilbrigð bein og vöðvar.
Þegar konur missa varnaráhrif kvenhormónsins estrógens við tíðahvörf hefst oft hratt beintap. Afleiðing þess er sú að konur í samanburði við karla eru í meiri áhættu á að brotna af völdum beinþynningar þegar þær eldast sem er bæði sársauka
fullt og skerðir lífsgæðin. Ein af hverjum þremur konum eldri en 50 ára munu brotna af völdum beinþynningar sem þýðið að legudagar af hennar völdum á sjúkrahúsi eru fleiri en vegna sykursýki, hjartaáfalla eða brjóstakrabbameins.
Mæður gerið eitthvað í málunum …
… á hvaða aldri sem er, og sérstaklega eftir fimmtugt, ættir þú að fylgja eftirtöldum fimm atriðum sem eru nauðsynleg til að draga úr áhættunni á beinþynningu og beinbrotum af hennar völdum:
- Hreyfðu þig í 30 – 40 mínútur á dag þrisvar til fjórum sinnum í viku og gættu þess að blanda saman viðnámsþjálfum og þungaberandi æfingum. Eftir því sem þú eldist verður viðnámsþjálfun mikilvægari þ.e. að nota teygjur, lóð eða tæki við æfingarnar.
- Gættu að mataræðinu. Fæða sem inniheldur kalk og prótein auk ávaxta og grænmetis er mikilvæg. Einnig þarf að tryggja næga inntöku af D-vítamíni eða njóta sólarljóssins.
- Forðastu slæmar venjur eins og reykingar og óhóflega áfengisneyslu og viðhaltu eðlilegri líkamsþyngd. Konur sem er of léttar eru í aukinni áhættu á beinþynningu miðað við konur sem eru í kjörþyngd.
- Taktu einnar mínútu áhættuprófið og kannaðu, hvort beinþynning gæti leynst handan við hornið og/eða kannaðu áhættu þína í áhættureikninum Beinráði. Smellið hér til að nálgast áhættuprófið og hér til að kanna áhættuna í áhættureikninum Beinráði.
- Ræddu við lækninn þinn um heilbrigði beina og hvort ástæða sé til að kanna beinþéttnina með tilliti til aldurs og áhættuþátta. Ef niðurstöður beinþéttnimælingar gefa til kynna að þú hafir tapað beinmassa getur verið nauðsynlegt að hefja lyfjameðferð til að koma í veg fyrir beinbrot.
Það er þess virði á mæðradaginn og auðvitað alla aðra daga að muna eftir að heilbrigði vöðva og beina er lykill að því að viðhalda góðum lífsgæðum og sjálfstæðri búsetu á efri árum.
Konur, styrkið konur! Sterkar konur gera aðrar konur sterkar!