Beinvernd var með fyrirlestur á kaffihófi leikfimihóps Ástbjargar Gunnarsdóttur íþróttakennara, en hún er búin að vera með sinn leikfimihóp í 48 ár.
Ástbjörg hefur ávallt fylgst vel með öllum nýjungum í heilsurækt og hollustu og gætt þess að fræða sínar konur og hvatt þær til hollra lífshátta. Hópurinn hefur tekið þátt í sýningum og mótum hérlendis og erlendis og stefnir utan á næsta ári.
Á fundinum voru um 40 konur mættar, ásamt þremur körlum, til að hlýða á erindið frá Beinvernd. Einnig var boðið upp á tónlistaratriði en dótturdóttir Ástbjargar, Jóhanna Sveina, lék á píanó. Að lokum var sýning á íþróttafatnaði.
Ekki var annað að heyra á Ástbjörgu en hún hyggðist halda áfram með hópinn sinn því hún talaði um hress í 84 ár!