Ástbjörg Gunnarsdóttir, íþróttakennari, hefur verið með leikfimihópinn sinn samfleitt í 51 ár í Hressingarleikfimi. Lokahóf var haldið samkvæmt venju nú í maí og fékk fulltrúi frá Beinvernd að vera með og fræða þátttakendur um beinþynningu og líkamsþjálfun. Að því erindi loknu var sýnd mynd frá alþjóðlegu fimleikamóti sem haldið var árið 1991 en hópur frá Ástbjörgu tók þátt í sýningunni.